Jólakveðjur Ríkisútvarpsins
Útlit
Jólakveðjur Ríkisútvarpsins eru kveðjur, oftast frá ættingjum og vinum, sem lesnar eru í Ríkisútvarpinu (Rás 1) á Þorláksmessu. Kveðjurnar eru flokkaðar áður en þær eru lesnar. Hér áður fyrr voru almennar kveðjur lesnar fyrst, síðan kveðjur í sýslur, þá í kaupstaði í sýslunum og endað var á Reykjavík. [1] Nú eru fyrst lesnar almennar kveðjur og óstaðbundnar, en síðan eftir klukkan sex kveðjur í sýslur landsins og almennar kveðjur og óstaðbundnar. Meiri hluti af Þorláksmessu á Rás 1 fer í lestur jólakveðja og í hugum margra eru jólakveðjurnar ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum. [2]
Nokkur dæmi um jólakveðjur
[breyta | breyta frumkóða]- Sendum ættingjum, vinum og kunningjum innilegustu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Með þökk fyrir ánægjulegar stundir frá árinu sem er að líða. Jón Jónsson og Jóna Jónsdóttir, Hrísey.
- Kæru viðskiptavinir, óskum öllum gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Kaffihúsið Korgur, Reykjavík.