Jólabarnið
Útlit
Jólabarnið er oftast haft um ímynd hins nýfædda Krists þar sem hann liggur í jötunni. Venjulega er það sú mynd sem gefin er í guðspjöllunum, t.d. Lúkasar: Fæddi hún [María] þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu.... Jesúbarnið er líkt hugtak en víðtækara og er venjulega haft í guðfræði- og listfræði og þá um Krist allt frá fæðingu til tektar. Hann er talinn vera kominn í fullorðins manna tölu á 13. aldursári.