Jérôme Boateng

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Boateng í leik með FC Bayern München

Jérôme Agyenim Boateng (fæddur 3. september árið 1988) er þýskur knattspyrnumaður af ganverskum og þýskum ættum, hann spilar fyrir þýska félagið FC Bayern München og Þýska landsliðið.

Móðir hans er frá Þýskalandi og pabbi hans er frá Gana. Bróðir hans, Kevin-Prince Boateng er einnig knattspyrnumaður og er miðjumaður fyrir spænska félagið UD Las Palmas.