Fara í innihald

Iðnverkamaðurinn og samyrkjukonan

Hnit: 55°49′42″N 37°38′44″A / 55.82833°N 37.64556°A / 55.82833; 37.64556
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

55°49′42″N 37°38′44″A / 55.82833°N 37.64556°A / 55.82833; 37.64556

Styttan af iðnverkamanninum og samyrkjukonunni

Líkneski iðnverkamannsins og samyrkjukonunnar (rússneska: Рабо́чий и колхо́зница Rabochiy i kolkhoznitsa) er 24,5 metra hár skúlptúr úr ryðfríu stáli sem listakonan Vera Múkhína hannaði fyrir Heimssýninguna í París árið 1937 og var síðan flutt til Moskvu. Verkið þykir afar gott dæmi um sósíalískan raunsæisstíl, sem og Art Deco stíl. Verkamaðurinn heldur á lofti hamri og samyrkjukonan á sigð til að mynda tákn Sovétríkjanna. Verkið stendur á 34,5 metra háum stalli. Það vegur um 185 tonn.

Frá Heimssýningunni í París. — Til vinstri sést sýningarhöll Þýskalands Þriðja ríkisins, til hægri er Sovéthöllin.

Verkið var upphaflega skapað til að kóróna sýningarskála Sovétríkjanna á Heimssýningunni 1937 í París. Skipuleggjendur sýningarinnar höfðu still á móti hvor öðrum sýningarskála Sovétríkjanna og skála Þýskalands Þriðja ríkisins.

„Þegar komið er inn á sýningarsvæðið ... og gengið niður hin breiðu þrep, blasa við auganu litir og fánar allra helstu landa heimsins. Og til hliðar í þessari fögru hringsjá rísa sýningarhallir Sovét-lýðveldanna og Þýskalands hvor gegnt annarri. [...] Sovét-höllin með himingnæft líneski iðnaðarverkamannsins og samyrkjukonunnar sem tákn um frelsun mannkynsins og jafnrétti kynjanna.“

Listakonan Múkhína var innblásin af rannsókn hennar á hinum forngrísku klassísk Harmodius og Aristogeiton, Sigri Samothrace og La Marseillaise, sem og skúlptúrmyndum François Rude á Sigurboganum í París. Hún vildi með gerð listaverksins færa hið sósíalíska raunsæi til hjarta Parísar. Táknmynd tveggja einstaklinga sem birtast frá austri til vesturs, líkt og sýningarskáli Sovéthallarinnar fór heldur ekki framhjá áhorfendum.

Þó svo að Múkhína hafi sagt skúlptúr hennar vera órjúfanlegan hluta af uppbygging sýningarskálans, var verkið síðar flutt til sýningar í Moskvu. Listakonan var sæmd Stalín-orðu fyrir verkið árið 1941.

Árið 2003 var verkið fjarlægt til viðgerða en það verk tafðist vegna fjárhagsörðugleika. Það skilaði loks á fyrri stað árið 2009. Það er nú komið á nýjan sýningarskála sem er talsvert hærri en sá upprunalegi eða um 34,5 metrar.

Listaverkið hlaut mikla kynningu í Sovétríkjunum þar sem það var valið 1947 til að þjóna sem vörumerki fyrir hið opinbera kvikmyndaver Mosfilm.

Frímerki sem sýnir styttuna af iðnverkamanninum og samyrkjukonunni