Isiah Thomas
Jump to navigation
Jump to search
Þetta æviágrip sem tengist körfuknattleik er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Isiah Lord Thomas III (fæddur 30. apríl 1961) er bandarískur körfuknattleiksþjálfari og fyrrverandi körfuknattleiksmaður í NBA-deildinni. Hann var leikstjórnandi fyrir Detroit Pistons frá 1981 til 1994 og vann meistaratitil með liðinu 1989 og 1990. Hann var valinn í hóp 50 bestu leikmanna NBA-deildarinnar frá upphafi.
