Isabelle Autissier

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Isabelle Autissier

Isabelle Autissier (f. 18. október 1956) er frönsk siglingakona sem er þekktust fyrir að hafa verið fyrsta konan sem lauk einmenningskeppni í kringum hnöttinn árið 1991. Hún starfar sem rithöfundur og dagskrárgerðarkona og er forseti Frakklandsdeildar Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins.

Hún hafnaði í 7. sæti í BOC Challenge (nú VELUX 5 Oceans Race) árið 1991 og varð þar með fyrsta konan sem lauk keppni í að sigla ein kringum jörðina. Árið 1994 setti hún ásamt áhöfn sinni á kjölbátnum Ecureuil Poitou-Charentes nýtt met í siglingu frá New York til San Francisco um Hornhöfða og bætti fyrra met um 14 daga. Í næstu einmenningskeppni umhverfis jörðina 1994-5 (sem þá hét Around Alone) missti hún mastur 900 mílum sunnan við Ástralíu og var bjargað af þyrlu af áströlsku flugmóðurskipi. Hún tók enn þátt í keppninni árið 1998 en hvolfdi bátnum í Suður-Kyrrahafi. Annar keppandi, Giovanni Soldini, kom henni til bjargar. Eftir það hætti hún að keppa í einmenningskeppnum.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.