Fara í innihald

Iriatherina werneri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Iriatherina)
Iriatherina werneri

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýr (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordate)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Atheriniformes
Undirættbálkur: Melanotaenioidei
Ætt: Regnbogafiskar (Melanotaeniidae)
Ættkvísl: Iriatherina
Meinken, 1974
Tegund:
I. werneri

Tvínefni
Iriatherina werneri
Meinken, 1974

Iriatherina werneri er tegund af regnbogafiskum. Einkennandi fyrir hana eru langir fallegir uggar, og er talin ein laglegasta regnbogafiskategundin.

Hún er frá hitabelti norður Ástralíu og Nýju-Gíneu, þar sem hún er í ferskvatni.

Tegundin verður að 5 sm löng, en það er án langs sporðuggans. Kyngreining er auðveld með að skoða uggana: karlar eru með lengri, skrautlegri ugga en kerlurnar. Þeir eru einnig með kröftugri liti. Við hrygningu er eggjunum dreift meðal smáblöðóttra plantna, og klekjast eftir 8–12 daga.

Í fiskabúrum[breyta | breyta frumkóða]

Í fiskabúrum eru þeir yfirleitt friðsælir, og kjósa helst að vera í 6 saman í torfu eða fleiri. Vegna langra ugganna ættu þeir að sjálfsögðu ekki að vera í búri með ugga-nörturum. Þeir fjölga sér helst í búrum án annarra tegunda. hlutfall karla á móti kerlum er um 1:3, vegna fjölverishegðunar ríkjandi karls.

Þeir þrífast í búrum sem eru um 76 lítrar, hinsvegar eru 110 l. búr heppilegri. Þeir hafa það best þar sem þeir eru eina tegundin. Vegna munnsmæðar getur verið erfitt að fóðra þá. Þeir kjósa vatn sem er mjúkt til hóflega hart, lítið eitt súrt (pH 6.0–7.0), og um 23 – 29 C.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.