Ingveldur Hjaltested - Sextán einsönsglög

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ingveldur Hjaltested - Sextán einsönsglög
Bakhlið
SG - 158
FlytjandiIngveldur Hjaltested
Gefin út1982
StefnaSönglög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnSigurður Árnason
Hljóðdæmi

Ingveldur Hjaltested - Sextán einsönsglög er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1982. Á henni syngur Ingveldur Hjaltested íslensk sönglög. Jónína Gísladóttir píanóleikari annast undirleik. Hljóðritun fór fram hjá Tóntækni. Tæknimaður: Sigurður Árnason. Ljósmyndun á framhlið: Íris Gunnarsdóttir. Ljósmundun á bakhlið: Guðmundur Ingólfsson. Prentun: Prisma

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Stóðum tvö í túni - Lag - texti: Íslenskt þjóðlag í útsetn. F. Rauter
 2. Vísur Vatnsenda Rósu - Lag - texti: Íslenskt þjóðlag — Vatnsenda Rósa
 3. Ólafur Liljurós - Lag - texti: Íslenskt þjóðlag í útsetn. Sveinbjörns Sveinbjörnssonar
 4. Sofðu unga ástin mín - Lag - texti: Íslenskt þjóðlag í útsetn. Sveinbjörns Sveinbjörnssonar — Jóhann Sigurjónsson
 5. Bí bí og blaka - Lag - texti: Íslenskt þjóðlag í útsetn. Sveinbjörns Sveinbjörnssonar
 6. Hani, krummi, hundur, svín - Lag - texti: Íslensk rímnalög í útsetn. Jóns Leifs
 7. Sjómannavísur - Lag - texti: Íslensk rímanlög í útsetn. Jóns Leifs
 8. Fjólan - Lag - texti: Þórarinn Jónsson — Páll Jónsson
 9. Við sundið - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns — Sigurður Sigurðsson
 10. Draumalandið - Lag - texti: Sigfús Einarsson — Guðmundur Magnússon
 11. Gígjan - Lag - texti: Sigfús Einarsson — Benedikt Gröndal
 12. Í dag skein sól - Lag - texti: Páll Ísólfsson — Davíð Stefánsson
 13. Vögguvísa - Lag - texti: Páll Ísólfsson — Davíð Stefánsson
 14. Maríuvers - Lag - texti: Páll Ísólfsson — Davíð Stefánsson
 15. Vöggukvæði - Lag - texti: Emil Thoroddsen
 16. Komdu, komdu kiðlingur - Lag - texti: Emil Thoroddsen — Jón Ólafsson þýddi

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Ingveldur Hjaltested sópransöngkona hóf söngferil sinn í Þjóðleikhúskórnum strax og hann var stofnaður er leikhúsið tók til starfa.

Söngnám stundaði hún fyrst hjá Sigurði V. Dementz og síðan Maríu Markan. Þá nam hún og um skeið við Guildhall School of Music and Drama í London. Þá hefur hún einnig stundað söngnám hjá prófessor Hanno Blachke í München í Þýskalandi svo og hjá Erik Werba í Gent í Belgíu. Einnig nam Ingveldur við Söngskólann í Reykjavík þar sem Þuríður Pálsdóttir var kennari hennar.

Ingveldur Hjaltested hefur sungið nokkur óperuhlutverk hér á landi og ætíð hlotið hina bestu dóma. Hið sama má segja um þá hljómleika sem hún hefur komið fram á, hvort heldur ein eða í hópi annarra söngvara. Utan Íslands hefur hún haldið hljómleika á Norðurlöndunum svo og í Bandaríkjunum. Og þá má ekki gleyma hinum mörgu söngdagskrám sem Ingveldur hefur gert fyrir Ríkisútvarpið.

Það er sérstakt ánægjuefni fyrir SG-hljómplötur að Ingveldur Hjaltested skuli einmitt vera sá einsöngvarinn sem syngur á tíundu hljómplötunni í flokki einsöngsplatna fyrirtækisins. Hún er sú söngkonan sem hvað mest hefur komið á óvart hin síðari ár fyrir frábæra túlkun. Gagnrýnendur hafa keppst við að hæla henni og er óperusöngvarinn Gérard Souzay ef til vill samnefnarinn fyrir þá alla, en um Ingveldi sagði hann, er hann gekkst fyrir söngnámskeiði hér á landi:

Ingveldur Hjaltested hefur mjög sérstaka og mikla rödd, — eina af þessum norrænu röddum, sem njóta sín sérstaklega vel í Wagner. Svona miklar sópranraddir eru ekki á hverju strái..."


Jónína Gísladóttir píanóleikari hefur verið stoð og stytta Ingveldar við gerð þessarar hljómplötu. Hún hefur leikið undir hjá Ingveldi á flestum hljómleikum hennar hið síðari ár og er Jónína reyndar ein af okkar færustu undirleikurum hvort heldur hún leikur undir hjá einsöngvurum eða kórum. Jónína stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Hermínu Kristjánsson og Árna Kristjánssyni. Þá hefur hún og lokið námi frá Tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans, en hefur hin allra síðustu ár starfað sem píanókennari við Söngskólann í Reykjavík og víðar.