Imperial College London

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Inngangur í háskólann

Imperial College London (opinberlega The Imperial College of Science, Technology and Medicine, óformlega Imperial) er almennur rannsóknarháskóli staddur í London og sérhæfður í viðskiptafræði, verkfræði, læknisfræði og vísindum. Hann var áður skóli innan Háskólans í London en árið 2007 (100 ára afmæli háskólans) varð hann sjálfstandandi háskóli. Háskólinn var stofnaður árið 1907 og honum var gefið Royal Charter sama ár.

Aðalháskólalóðin er í South Kensington í Mið-London á milli borgarhlutans Kensington og Chelsea og Westminsterborgar. Aðalinngangur háskólans er við Exhibition Road. Háskólinn á nokkrar aðrar lóðir í Chelsea, Hammersmith og Paddington. Talsins á háskólinn 525.233 fermetrar fasteigna, meiri en allir hinir háskólar á Bretlandi. Um það bil 13.500 nemendur eru skráðir í fullu námi í háskólanum og um 3.330 manns starfa þar í kennslu og rannsóknum. Tekjur háskólans var um 694 milljónir breskra punda árið 2008/09, úr þeim voru 290 milljónir frá rannsóknarstyrkjum.

Samkvæmt Akademiskrí röðun háskóla er Imperial 26. besti háskólinn í heimi. Meðal þeirra sem vinna í háskólanum og þeirra sem hafa útskrifast hafa 14 manns unnið Nóbelsverðlaunin og tveir Fields-orðuna.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.