Illustrated London News

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Forsíða fyrsta tölublaðs.

Illustrated London News er tímarit stofnað af Herbert Ingram og Mark Lemon sem þá var ritstjóri háðsádeiluritsins Punch. Fyrsta tölublaðið kom út 14. maí 1842 og kostaði sex pens. Það innihélt sextán síður og 32 tréskurðarmyndir.

Illustrated London News kom út vikulega til ársins 1971 þegar því var breytt í mánaðarrit. Frá 1989 var það gefið út annan hvern mánuð, síðan ársfjórðungslega og að síðustu tvisvar á ári.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]