Iceland Parliament Hotel
Iceland Parliament Hotel | |
Staðsetning | Thorvaldsensstræti 2–6 |
---|
Iceland Parliament Hotel, Curio Collection by Hilton, er 163 herbergja hótel staðsett við Thorvaldsensstræti í miðborg Reykjavíkur, rétt við Alþingi. Hótelið er rekið af Iceland Hotel Collection by Berjaya í gegnum sérleyfissamning við Hilton Worldwide. Hótelið samanstendur af sjö endurbyggðum og nýjum byggingum.[1] Þrjú af aðaltorgum gamla Reykjavíkurbæjar umkringja bygginguna, Austurvöllur í austri, Ingólfstorg í norðri og Víkurgarður í vestri.[2]
Upphaflega var áætlað að hótelið yrði opnað árið 2018, en byggingartími lengdist sökum byggingatafa og vegna COVID-19-faraldursins. Þessar tafir urðu til þess að hótelið opnaði 27. desember 2022, nærri 5 árum á eftir áætlun.[3]
Á hótelinu er að einnig að finna veitingastað, bar, SPA, ráðstefnu- og fundarsali, ásamt stóru viðburðarrými í gamla sjálfsstæðissalnum.
Arkitektúr
[breyta | breyta frumkóða]Hótelið samanstendur af sjö byggingum. Þar á meðal eru fyrrum höfuðstöðvar Pósts og Síma (Landssímahúsið) og gamli Kvennaskólinn. Öðrum nýbyggingum var bætt við, bæði til að tengja eldri byggingar, ásamt því að bæta við aðstöðu hótelsins.
Framkvæmdadeilur
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2017 komu upp deilur vegna framkvæmdanna þegar breyting á deiliskipulagi til stækkunar hótelsins var samþykkt, þar sem byggja mátti við Landssímahúsið og inn í Víkurgarð á norðausturhlið hússins. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar lagði fram kæru til ríkissaksóknara þar sem byggingin myndi þá ná yfir gamlan kirkjugarð.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Iceland Parliament Hotel, Curio Collection by Hilton, Opens in the Icelandic Capital“. www.hotelnewsresource.com. Hotel News Resource. 3. janúar 2023. Sótt 18. desember 2023.
- ↑ Staff, Icelandmag. „See how three of Reykjavík's squares will be transformed by a new Hilton hotel“. Icelandmag (enska). Sótt 19. desember 2023.
- ↑ Valdórsson, Gísli Freyr (17. ágúst 2022). „Opnun Parliament Hotel tefst enn“. www.mbl.is. Mbl. Sótt 19. desember 2023.
- ↑ Kristin, Sigurdardottir (9. júlí 2019). „Lögreglustjóri vísar frá kæru vegna Víkurgarðs“. RÚv. Sótt 19. desember 2023.