Fara í innihald

Alþjóðasamband um jarðmælingar og jarðeðlisfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá IUGG)

Alþjóðasamband um jarðmælingar og jarðeðlisfræði, eða IUGG – (International Union of Geodesy and Geophysics) – er sjálfstætt samband vísindasamtaka sem helga sig (eðlisfræðilegum) rannsóknum á jörðinni og nánasta umhverfi hennar, og leitast við að nýta þá þekkingu sem aflast í þágu mannlegs samfélags. Sambandið var stofnað árið 1919. Meðal verkefna sem sambandið fæst við eru náttúruauðlindir í jarðskorpunni, umhverfisvernd og hvernig draga má úr áhrifum náttúruhamfara.

Með tilkomu geimferða hefur sambandið farið að sinna samanburðarrannsóknum á tunglinu og reikistjörnunum.

Rúmlega 100 lönd og um 60 alþjóðasamtök eru aðilar að sambandinu eða dóttursamtökum þess. Á fjögurra ára fresti efnir sambandið til 5-10.000 manna 'allsherjarþings', sem stendur í hálfan mánuð. Þar er fundað um einstök fagsvið og kosið í ráð, sem fer með æðstu stjórn sambandsins á milli þinga. Í ráðinu eru 1-3 fulltrúar frá hverju aðildarlandi. Fulltrúi Íslands, frá 2007, er Árni Snorrason, þá forstöðumaður Vatnamælinga Orkustofnunar, nú forstjóri Veðurstofu Íslands. Forseti sambandsins, frá 2007, er Tom Beer frá Ástralíu.

Innan sambandsins eru átta alþjóðasamtök:

Innan sambandsins eru einnig þrjár fagnefndir:

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • IUGG Vefsíða IUGG.