Fara í innihald

Þuríður Pálsdóttir, sópran. - Blítt er undir björkunum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá IM 29)
Þuríður Pálsdóttir syngur
Bakhlið
IM 29
FlytjandiÞuríður Pálsdóttir, Róbert A. Ottósson
Gefin út1953
StefnaSönglög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Þuríður Pálsdóttir syngur er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni syngur Þuríður Pálsdóttir tvö lög úr Gullna hliðinu og þjóðlagið Sofðu unga ástin mín, við undirleik Róberts A. Ottóssonar. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

  1. Blítt er undir björkunum / Hrosshár í strengjum - Lag - texti: Páll Ísólfsson - Davíð Stefánsson - Hljóðdæmi
  2. Sofðu unga ástin mín - Lag - texti: Íslenskt þjóðlag - Jóhann Sigurjónsson - Útsetning: Sveinbjörn Sveinbjörnsson - Hljóðdæmi