ICIUM

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Útsýni úr Kínamúrs-rennibrautinni yfir Dómkirkjuna í Helsinki í ICIUM veturinn 2010-2011.

ICIUM Wonderworld of Ice er vetrargarður [1] í Levi, Finnlandi úr snjó og ís. Garðurinn opnaði fyrst 18. desember 2010[2]. ICIUM sýnir bæði íshöggmyndir og snjólistaverk á svæði sem þekur um einn hektara.

Framkvæmdir[breyta | breyta frumkóða]

Framkvæmdir á aðaljárbrautarstöðinni í Helsinki desember 2010.

ICIUM er byggt af kínverskum íshögglistamönnum [3] frá Harbin borg, þar sem Alþjóðlega ís- og snjóhöggmyndahátíðin hefur verið haldin árlega frá því 1963. Yfir 10.000 rúmmetrar af snjó voru notaðir í framkvæmdirnar árið 2010. Ennfremur var yfir 600 rúmmetum af ís lyft úr Ounasjoki ánni fyrir gerð höggmyndanna.

Höggmyndir í ICIUM[breyta | breyta frumkóða]

Himnahofið

Helstu ICIUM íslistaverkin veturinn 2010-2011 voru:

 • Kínamúrs-rennibrautin. Stærsta verkið, 15 metra á hæð og 80 metrar á lengd. Yfir 5.000 rúmmetrar af snjó fóru í verkið.
 • Dómkirkjan í Helsinki. Hæsta snjóverkið í ICIUM ásamt Kínamúrs-rennibrautinni, 15 metrar á hæð.
 • Aðaljárnbrautarstöðin í Helsinki.
 • Pagóða. Græna pagóðan var hæsta íshöggmyndin í ICIUM, yfir 15 metrar á hæð.
 • Himnahofið.
 • Leikvangurinn í Beijing.
 • Terracotta herinn. Íshöggmyndir af terracotta hermönnum.

Kínverskir alþýðulistamenn[breyta | breyta frumkóða]

Alþýðulistamenn frá Beijing voru einnig í ICIUM til að kynna hefðbundna kínverska alþýðulist, líkt og strávefnað, málun tóbaksflaskna og höggmyndagerð úr deigi.

ICIUM lukkudýrið[breyta | breyta frumkóða]

Pandahúnninn Mingming er lukkudýr ICIUM[4]. Í sínu fyrsta ævintýri reynir Mingming að bjarga heimili sínu frá vondum dreka með hjálp afans og hreindýrsins Niila, hreindýrakálfinum Nina og jólasveininum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. mars 2011. Sótt 13. október 2011.
 2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. desember 2010. Sótt 13. október 2011.
 3. http://www.china.org.cn/travel/2010-12/20/content_21581162.htm
 4. http://www.bjreview.com.cn/exclusive/txt/2010-12/20/content_320100.htm

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]