Fara í innihald

Hylkjahótel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hylkishótel)
Hylkjahótel í Osaka.

Hylkjahótel (japanska: カプセルホテル, kapuseru hoteru) eru hótel sem geyma gesti sína ákaflega þétt saman en þeir sofa í u.þ.b. tveggja rúmmetra hylkjum úr plasti eða trefjagleri sem er raðað upp í tvær hæðir. Á hylkjunum er rúða og gluggatjöld sem hægt er að draga fyrir.

Farangur og föt eru geymd á stað á hótelinu sem er ekki nálægt hylkjunum. Fötum er oft skipt út fyrir yukata-slopp og geta-skó meðan á dvöl stendur.

Þessi aðferð var þróuð í Japan en hefur ekki notið mikilla vinsælda utan landsins en eru ákaflega ódýr miðað við aðra gististaði í landinu en gisting kostar yfirleitt um 2.000-3.000 kr.

Fyrsta Hylkjahótelið var opnað Umeda í Osaka árið 1977.

  Þessi Japans-tengd grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.