Hvolpasveitin
Hvolpasveitin | |
---|---|
Tegund | Gamanþáttur |
Höfundur | Keith Chapman |
Upprunaland | Kanada |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 9 |
Fjöldi þátta | 196 |
Framleiðsla | |
Lengd þáttar | 22 mín |
Framleiðsla | Guru Studio |
Útsending | |
Sýnt | 12. ágúst 2013 – |
Hvolpasveitin (enska: PAW Patrol) er kanadískur CGI-teiknaður sjónvarpsþáttur um hóp björgunarhunda sem lifa í Ævintýraflóa. Í hverjum þætti lenda íbúar í einhverskonar veseni, hvolpasveitin mætir svo og bjargar málunum með alls kyns tækjum, tólum og ráðum.
Hvolpasveitin samanstendur af sex hvolpum, Kappi (enska: Chase), Rikki (enska: Rocky), Seifur (enska: Zuma), Köggur (enska: Rubble), Bessi (enska: Marshall) og Píla (enska: Skye) sem eru aðal hvolparnir ásamt Róbert (enska: Ryder), stráknum sem stýrir hvolpasveitinni.
Öll hafa þau sín slagorð:
Hvolpasveit: Tilbúin í slaginn
Kappi: Kappi kominn í málið
Rikki: Í einum grænum ; engu að farga og öllu að bjarga
Seifur: Fer á kaf í það
Köggur: Köggur alltaf snöggur
Bessi: Ég er klár
Píla: Flúgum upp til skýja ; hvolpur fer á flug
Að auki bætast reglulega við gesta hvolpar svo sem Everest (enska: Everest)