Hverfandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hverfandi er um 100 metra hár manngerður yfirfallsfoss, gerður til þess að taka við yfirfalli vatns úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar.

Nafnið vísar til þess að fossinn kemur og fer, eftir því hvort Hálslón er fullt eða ekki. Þegar hann var virkur í september 2013 féllu um 70 rúmmetrar af vatni á sekúndu niður í gljúfrið og í sínum mesta ham verður hann aflmesti foss Evrópu.[1]

Hálslón hefur farið í yfirfall í fyrsta lagi 28. júlí (2010) og síðast lagi 9. október (2015)[2] en hætti yfirfalli í fyrsta lagi 17. september (2020) og í síðasta lagi 21. október (2019).[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Kárahnjúkar“. Visit Austurland. Sótt 10. október 2023.
  2. „Hverfandi myndast“. www.mbl.is. 22. ágúst 2017. Sótt 10. október 2023.
  3. „Rennsli um yfirfall Hálslóns“. www.landsvirkjun.is. Sótt 10. október 2023.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.