Hvammsfjörður
65°04′00″N 22°06′00″V / 65.06667°N 22.10000°V
Hvammsfjörður er fjörður sem gengur inn úr suðaustanverðum Breiðafirði. Sunnan fjarðarins er Skógarströnd en norðan hans Fellsströnd og síðan Hvammssveit. Lögun fjarðarins minnir mjög á stígvél og er þá Laxárdalur inn af „sólanum“ á stígvélinu en Miðdalir og Hörðudalur þar fyrir sunnan, inn af „hælnum“. Við botn fjarðarins, í mynni Laxárdals, er kauptúnið Búðardalur.
Mikill fjöldi eyja, hólma og skerja er í mynni Hvammsfjarðar og voru sumar áður byggðar og jafnvel stórbýli og höfðingasetur. Má þar nefna Hrappsey og Brokey. Miklir straumar myndast í þröngum sundunum milli eyjanna og hefur jafnvel verið rætt um að virkja sjávarföllin þar.[1]
Síldarganga í Hvammsfjörð
[edit | edit source]Frá árinu 2006 hefur síld leitað í kaldan sjó frá Grundarfirði og austur í Hvammsfjörð[2].
Tilvísanir
[edit | edit source]- ↑ [1] Beislun sjávarfalla. Af landogsaga.is, sótt 19. apríl 2011.
- ↑ Vísindavefurinn - Hvað er í gangi með síldina í Kolgrafafirði? - Sótt 26.06.2016