Fara í innihald

Hvítblinda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kjöraðstæður fyrir hvítblindu á Suðurskautslandinu.

Hvítblinda er truflun á sjónskynjun sem lýsir sér með því að allt rennur saman í hvíta heild án skugga, kennileita, áttar eða dýptar. Gerist þetta helst þar sem jörð er alhvít og himininn er skýjaður (t.d. upp á jökli eða í snjóbreiðu). Hvítblinda er einnig sjálf birtan á alhvítum svæðum þar sem himinn og jörð renna saman. Snjóblinda er hið sama, nema snjóblinda er eingöngu tímabundin sjóndepra af völdum mikillar snjóbirtu, en ekki lýsing á birtuskilyrðum.

Í Morgunblaðinu 1989 var sagt frá brotlendingu í Mosfellssveit. Og var gefið í skyn að um snjóblindu væri um að kenna:

Á Mosfellsheiði er mikill snjór, svo ekki sér á dökkan díl auk þess sem skýjaslæður voru yfir heiðinni í gær. Himin og jörð runnu saman að hluta og því ekki taldar góðar ástæður til sjónflugs. Er talið að snjóblinda geti verið ástæða þess að vélin brotlenti. [1]

Á meðal flugmanna er slíkt ástand, sem veldur truflun á sjónskynjun, oftast kallað hvítblinda, en snjóblinda er orð sem er oftar notað um þær snjótruflanir sem heimskauta- og jöklafarar og skíðamenn þjást af.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Morgunblaðið 1989[óvirkur tengill]
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.