Hundaæði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hundaæði er smitandi veirusjúkdómur. Veiran finnst í taugakerfi og munnvatni sjúkra dýra, hunda, úlfa og stundum refa og katta og annarra dýra. Menn geta fengið veikina ef þeir eru bitnir af sýktu dýri og er meðgöngutíminn 15 til 60 dagar. Hundaæði lýsir sér í fyrstu með depurð og hræðslu, hitahækkun eftir nokkra daga, þorsta, kyngingarörðugleikum vegna krampa í kokvöðvum og breiðast kramparnir síðan út um líkamann. Auknum sótthita fylgja lamanir uns sjúklingurinn deyr. Batahorfur voru áður litlar einkum eftir bit á hálsi eða andliti en góður árangur hefur náðst með bólusetningu með veikluðum veirum unnum úr taugavef sjúkra dýra.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.