Hugvíkkandi lyf
Útlit
Hugvíkkandi lyf eru hópur ofskynjunarlyfja sem hafa verið notuð til að komast í óvenjulegt hugarástand (ofskynjunarástand) sem lýst er sem útvíkkaðri meðvitund. Þessi lyf flokkast víðast hvar sem ólögleg eiturlyf, en eru sum staðar leyfð í trúarlegum tilgangi eða sem hluti af ofskynjunarmeðferð (þar sem slíkt er heimilt). Þekktustu hugvíkkandi lyfin eru LSD, ajahúaska, psílósín og meskalín.