Hugtakagrunnur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hugtakagrunnur er gagnagrunnur sem samanstendur af hugtökum og tengdum upplýsingum um þau, vanalega á tveimur eða fleiri tungumálum. Færslur geta innihaldið einhverar eða allar eftirfarandi upplýsingar:

  • Skilgreiningu
  • Uppruna eða samhengi hugtaksins
  • Efnissvið eða atvinnugrein
  • málfræðiupplýsingar (sagnorð, nafnorð o.s.frv.)
  • Athugasemdir
  • Höfund færslu
  • Stofndagsetningu færslu
  • Stöðu hugtaks

Hugtakagrunnar leyfa kerfisbundna stjórnun samþykktra eða staðfestra hugataka og eru öflugt tól til að tryggja samræmi í hugtakanotkun.

  Þessi tungumálagrein sem tengist tölvunarfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.