Fara í innihald

Hrollaugur Rögnvaldsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hrollaugur Rögnvaldsson var landnámsmaður í Suðursveit. Hann var hálfbróðir Göngu-Hrólfs, sem gerðist hertogi í Normandí.

Um Hrollaug segir í Landnámabók:

Gæsalappir

Rögnvaldur jarl átti friðlusonu þrjá; hét einn Hrollaugur, annar Einar, þriðji Hallaður; sá veltist úr jarlsdómi í Orkneyjum. (...) Hrollaugur fór til Íslands með ráði Haralds konungs og hafði með sér konu sína og sonu. Hann kom austur að Horni og skaut þar fyrir borð öndvegissúlum sínum, og bar þær á land í Hornafirði, en hann rak undan og vestur fyrir land; fékk hann þá útivist harða og vatnfátt. Þeir tóku land vestur í Leiruvogi á Nesjum; var hann þar hinn fyrsta vetur. Þá frá hann til öndugissúlna sinna og fór austur þann veg; var hann annan vetur undir Ingólfsfelli. Síðan fór hann austur í Hornafjörð og nam land austan frá Horni til Kvíár og bjó fyrst undir Skarðsbrekku í Hornafirði, en síðan á Breiðabólstað í Fellshverfi. Þá hafði (hann) lógað þeim löndum, er norður voru frá Borgarhöfn, en hann átti til dauðadags þau lönd, er suður voru frá Heggsgerðismúla. Hrollaugur var höfðingi mikill og hélt vingan við Harald konung, en fór aldri utan. Haraldur konungur sendi Hrollaugi sverð og ölhorn og gullhring, þann er vó fimm aura; sverð það átti síðar Kolur, son Síðu-Halls, en Kolskeggur hinn fróði hafði séð hornið. Hrollaugur var faðir Össurar keiliselgs, er átti Gró dóttur Þórðar illuga. Dóttir þeirra var Þórdís móðir Halls á Síðu. Annar son Hrollaugs var Hróaldur, faðir Óttars hvalróar, föður Guðlaugar, móður Þorgerðar, móður Járngerðar, móður Valgerðar, móður Böðvars, föður Guðnýjar, móður Sturlusona. Önundur var hinn þriðji son Hrollaugs.“

— Landnáma.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.