Hreinstefna
Útlit
Hreinstefna eða púrismi er myndlistarstefna sem spratt út úr kúbismanum. Arkitektinn Le Corbusier og Amédée Ozenfant settu hugmyndafræði stefnunnar fram í bókinni Après le cubisme árið 1918. Stefnan setti sig gegn uppbroti myndefnisins og þeirri skreytilist sem þeim þótti kúbisminn vera orðinn. Hún boðaði þess í stað einfaldleika hins rúmfræðilega forms með hreinum litflötum og upphafningu vélrænnar reglufestu. Viðfangsefnin voru gjarnan manngerðir fjöldaframleiddir hlutir.