Fara í innihald

Hreinstefna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Forsíða tímaritsins Esprit noveau frá 1920. Síðar unnu Le Corbusier og Ozenfant saman að gerð þess.

Hreinstefna eða púrismi er myndlistarstefna sem spratt út úr kúbismanum. Arkitektinn Le Corbusier og Amédée Ozenfant settu hugmyndafræði stefnunnar fram í bókinni Après le cubisme árið 1918. Stefnan setti sig gegn uppbroti myndefnisins og þeirri skreytilist sem þeim þótti kúbisminn vera orðinn. Hún boðaði þess í stað einfaldleika hins rúmfræðilega forms með hreinum litflötum og upphafningu vélrænnar reglufestu. Viðfangsefnin voru gjarnan manngerðir fjöldaframleiddir hlutir.

  Þessi myndlistagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.