Hrútskýring

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hrútskýring[1] (blanda af orðunum „hrútur“ og „útskýring“) er íslensk þýðing á enska hugtakinu „mansplaining“, sem vísar í grófum dráttum til þess þegar karlmaður útskýrir hluti fyrir konu á yfirlætislegan og lítillækkandi máta, gjarnan hluti sem konan veit þó meira um en karlmaðurinn.[2][3][4][5][6][7]

Talið er að enska hugtakið „mansplaining“ hafi orðið til eftir að bandaríski greinahöfundurinn Rebecca Solnit lýsti fyrirbrigðinu í bloggfærslu sinni árið 2008. Solnit lýsti fyrirbrigðinu sem samblöndu af „oflæti og fáfræði“.[8] Lily Rothman, blaðamaður hjá The Atlantic, skilgreindi hugtakið sem svo að hrútskýring væri að „útskýra eitthvað án þess að taka tillit til þess að manneskjan sem maður er að útskýra fyrir veit meira um viðfangsefnið en maður sjálfur, gjarnan gert af karli við konu“.[9]

Í upprunalegri merkingu var helsti munurinn á hrútskýringu og hverju öðru yfirlæti fólginn í því að gera ráð fyrir því að karlmaðurinn sem útskýrir hljóti að vera fróðari um ýmsa hluti en konan sem útskýrt er fyrir.[10] Enska hugtakið „mansplaining“ hefur þó tekið á sig breiðari merkingu og er stundum notað um yfirlætislegar útskýringar án tillits til kyns eða aldurs þess sem hlýðir á útskýringuna.[5] Árið 2010 nefndi tímaritið The New York Times hugtakið sem eitt af orðum ársins.[11]

Íslenska nýyrðið hrútskýring er upprunnið í Facebook-færslu eftir rithöfundinn Hallgrím Helgason sem gerð var árið 2011.[1] Íslenska orðið hrútskýring var valið orð ársins 2016 hjá Ríkisútvarpinu, en hugtakið náði verulegri útbreiðslu um það leyti.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. 1,0 1,1 Anna Gyða Sigurgísladóttir (6. janúar 2017). „Orð ársins 2016: Hrútskýring“. RÚV. Sótt 18. mars 2019.
 2. Lára Halla Sigurðardóttir (27. desember 2016). „Örskýring: Hvað er hrútskýring?“. Nútíminn. Sótt 18. mars 2019.
 3. Frosti Logason (23. febrúar 2017). „Hrútskýringar“. Vísir. Sótt 18. mars 2019.
 4. 'Definition' Dictionary.com
 5. 5,0 5,1 Mansplaining, Merriam-Webster.com
 6. Katy Steinmetz (18. nóvember 2014). „Clickbait, Normcore, Mansplain: Runners-Up for Oxford’s Word of the Year“ (enska). Time. Sótt 18. mars 2019.
 7. Ben Zimmer (5. janúar 2013). „Tag, You're It! "Hashtag" Wins as 2012 Word of the Year“ (enska). Visual Thesaurus. Sótt 18. mars 2019.
 8. Solnit, Rebecca 20. ágúst 2012, „Men still explain things to me". In These Times. Skoðað 30. október 2014.
 9. Rothman, Lily 1. nóvember 2012, „A Cultural History of Mansplaining". The Atlantic. Skoðað 20. ágúst 2013.
 10. Jaschik, Scott 16. október 2012, „Calling Out Academic 'Mansplaining'". Inside Higher Ed.
 11. Sifton, Sam og Barrett, Grant 18. desember 2010, „The Words of the Year". The New York Times.