Hrærekur (mannsnafn)
Útlit
Fallbeyging | |
Nefnifall | Hrærekur |
Þolfall | Hrærek |
Þágufall | Hræreki |
Eignarfall | Hræreks |
Notkun núlifandi¹ | |
Fyrsta eiginnafn | 0 |
Seinni eiginnöfn | 0 |
¹Heimild: þjóðskrá júlí 2007 | |
Listi yfir íslensk mannanöfn |
Hrærekur er íslenskt karlmannsnafn. Forliðurinn er upphaflega Hróð- en ð hefur fallið brott og auk þess hefur orðið i-hljóðvarp. Nafnið barst frá Svíþjóð eða Þýskalandi til Rússlands og kom þaðan aftur sem Rúrik. Þótt nafnið sé á mannanafnaskrá virðist enginn Íslendingur hafa borið það. Einn Hrærekur bar þó beinin hérlendis, Hrærekur konungur á Kálfsskinni.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- „Mannanafnaskrá“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. nóvember 2006. Sótt 10. nóvember 2005.
- Þjóðskrá Íslands, nóvember 2005.
- „Orðabók Háskólans“.