Fyrsta skóflustunga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrsta skóflustungan tekin að Murtalbahn-járnbrautinni í Murau í Austurríki 1893.

Fyrsta skóflustunga er athöfn sem fram fer við upphaf byggingarframkvæmdar. Oft eru það stjórnmálamenn eða athafnamenn sem taka fyrstu skóflustunguna. Athöfnin getur farið fram mörgum mánuðum (eða jafnvel árum) áður en hin eiginlega framkvæmd hefst. Fyrsta skóflustungan er þannig yfirlýsing um að ætlunin sé að byggja á þeim stað fremur en eiginlegt upphaf framkvæmdatímans. Stundum er skóflan sem notuð er varðveitt eftir athöfnina og stillt út til sýnis þegar byggingin er fullbúin.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]