Hornblendi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hornblendi

Hornblendi er dökkur langrákóttur frumsteinn í súru og ísúru storkubergi og tilheyrir amfóbólflokki silikata.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Hann er með glergljáa og ógegnsær og kristallar eru sexstrendingslaga. Litur svartur.

  • Efnasamsetning: Ca2(Mag,Fe)4Al(Si7Al)O22(OH,F)
  • Kristalgerð: Mónóklín
  • Harka: 5-6
  • Eðlisþyngd: 3,2
  • Kleyfni: Góð

Hornblendi á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Hornblendi er mjög fágætt á Íslandi en hefur fundist sem dílar í andesít- eða dasítinnskotum í Breiðdal og Króksfirði.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2