Fara í innihald

Homoousios

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Homoousion)

Níkeuþingið ályktaði að kenningar Aríusar væru rangar og játaði um Jesú að hann væri samur Guði föður að eðli til (homoousios á forngrísku). Gríska orðið ousia (á latínu substantia eða essentia) merkir innsta eðli hlutar. Einar Sigurbjörnsson skýrði þessa kennisetningu svo út: „Faðir og sonur eru jafnir að veru til. Á sama hátt og faðirinn er Guð, er og sonurinn Guð. En guðir eru þó ekki tveir, þar eð vera Guðs er ódeilanleg. Þannig hefur þetta verið frá eilífð. Það hefur aldrei neitt verið án þess að sonurinn væri."[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Einar Sigurbjörnsson: Kirkjan játar, bls. 54, Reykjavík 1980.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.