Spjall:Homoousios

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Lúter dæmdi aðalorðið í Nikeu-játningunni, homoousios, sem tákna átti það, að Kristur væri sömu veru og faðirinn, heiðinglegt orð, sem hvergi kæmi fyrir í biblíunni. Hann krafðist réttarins til að mega hafna því algerlega án þessa að vera þess vegna álitinn trúvillingur. (Af tímarit.is) [1] --89.160.147.231 2. október 2009 kl. 16:34 (UTC)

Þú vísar í grein eftir séra Friðrik Bergmann í Winnipeg, sem túlkaði nú ekki skoðun allra. En árið 1947 var Lútherska heimssambandið stofnað og fimm rit gerð að kenningarlegum grundvelli þess, þar á meðal Nikeujátningin. Eins og reyndar var löng hefð fyrir hjá flestum lútherskum kirkjum. Þannig kemst lútherskt fólk ekki með góðu móti framhjá orðinu homoousios, hvort sem því líkar betur eða verr. Þetta hugtak er einnig grundvallaratriði hjá miklu stærri kirkjum, svo að það á alveg erindi í Wikipediu, þótt greinina megi lengja og bæta. Ef til vill á fróðleikurinn hjá þér heima í meginmáli hennar, einkum ef þú getur fundið skýrari tilvísun en séra Friðrik notaði, helzt með tengli. Góð kveðja. SigRagnarsson 8. október 2010 kl. 17:01 (UTC)