Hofsá í Svarfaðardal
Útlit
Hofsá er bær í Svarfaðardal, í miðri sveit austan við Svarfaðardalsá. Hof er næsti bær en Hofsá fellur á milli bæjanna. Hún kemur úr Hofsdal, sem skerst inn á milli fjallanna ofan við Hofsá. Í ánni er hár foss, Goðafoss, sem sést vel frá vegi. Heimarafstöð fyrir Hofsá er í ánni. Búið hefur verið á Hofsá frá alda öðli og minnst er á bæinn í Guðmundar sögu góða. Þá var þar hálfkirkja. Nú er þar rekið stórt kúabú en einnig er búið með sauðfé og hesta.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Stefán Aðalsteinsson (1978). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík.