Hoffmannsdropar
Útlit
Hoffmannsdropar voru lyf gert með því að blanda einum hluta dí-ethyl-eter og þremur hlutum áfengis. Þeir eru kenndir við þýska efnafræðinginn Friedrich Hoffmann (1660-1742). Hoffmannsdropar voru notaðir við ýmsum kvillum, sérstaklega kvefi, verkjum og almennum slappleika, frá miðri 19. öld til miðrar 20. aldar. Meðan bannárin stóðu var hægt að kaupa hoffmannsdropa og kamfórudropa í litlu magni án lyfseðils í apótekum þar sem áfengisbannið var í gildi, og voru þeir því misnotaðir sem áfengi, til dæmis í Bandaríkjunum, á Íslandi og í Noregi, þótt þeir þættu heldur bragðvondir.