Hlynur Ólason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hlynur staddur í Heimaey
Hlynur í Heimaey

Hlynur Ólason (f. 20. febrúar 2001) er íslenskur frjálsíþróttamaður.

Í byrjun árs 2019 sló hann 15 ára gamalt Íslandsmet ólympíufarans Kára Steins Karlssonar í 3000 metra hlaupi 16-17 ára pilta. Hann hljóp 3000 metrana á 9 mínútum og 10,0 sekúndum og bætti þá gamla metið um u.þ.b. 9 sekúndur sem Kári Steinn setti í Stokkhólmi árið 2003.[1] Þá vann hann 10 km hlaup Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2019.[2]

Hann var í sigurliði Kvennaskólans í Reykjavík í Gettu Betur 2019, spurningakeppni framhaldsskólanna.[3]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Bætti 15 ára gamalt met“. www.mbl.is. Sótt 26. ágúst 2019.
  2. „Results 2019“. www.rmi.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. ágúst 2019. Sótt 26. ágúst 2019.
  3. solveigk (15. mars 2019). „Kvennó sigraði MR í úrslitum Gettu betur“. RÚV (enska). Sótt 26. ágúst 2019.