Fara í innihald

Spunaspil

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hlutverkaspil)

Spunaspil sem hlutverkaleikur eða hlutverkaspil eru tegundir af spilum þar sem leikendur fylgja engum ákveðnum reglum eða búa sér sjálfir til reglurnar. Oft eru spunaspil þannig að hver hefur sitt hlutverk eða leikur eina persónu og þau tengjast oft ævintýrum og goðsögnum.

Dæmigerðir teningar fyrir spunaspil.

Spunaspil getur einnig átt við tónlist, þar sem spilað er af fingrum fram.

Þekkt spunaspil

[breyta | breyta frumkóða]

Þessi spunaspil eru meðal þeirra þekktustu og mest spiluðu alþjóðlega:

  • Call of Cthulhu
  • Cyberpunk 2020
  • D20 Modern
  • Dungeons & Dragons
  • GURPS
  • Middle Earth Role Playing game
  • Pathfinder Roleplaying Game
  • Rolemaster
  • Twilight 2000
  • Vampire: The Requiem
  • Warhammer Fantasy Roleplay

Norræn spunaspil

[breyta | breyta frumkóða]

Listi yfir norskt efni aðgengilegt almenningi:

  • The MEGA Roleplaying System (1987, Geir Isene og Bent Brakas) fantasía
  • Muu (1989, Tomas HV Mørkrid) ljóðrænn spuni
  • T (1989, Johannes H Berg) hasar
  • Impro (1990, Jon Venbakken og Tomas HV Mørkrid)
  • Pervo (1992, Tomas HV Mørkrid) fantasá
  • Imperium 3000 (1993, Torbjørn Lien) geim-ópera
  • Anarki (1994?, Jon Sagberg) cyberpunk
  • Fabula (1999, Tomas HV Mørkrid) fantasía
  • Ácin Dambágin (1999, Torbjørn Lien) fantasía
  • Nuron (2000?, Even Tømte og Magnus Jacobson) fantasía
  • Draug (2004, Matthijs Holter) sögulegt/ævintýri
  • Archipelago (2007, Matthijs Holter) frásagnarspil
  • Lærelyst (2007, Rune Andersen og Matthijs Holter) fantasíu-spunaspil til notkunar í i barnaskóla
  • Itras By (2008, Ole Peder Giæver og Martin Bull Gundersen) surrealismi
  • Nørwegian Style (2009) antologi með nokkur nútíma norsk spunaspil
  • Society of Dreamers (2010, Matthijs Holter)
  • Love in the Time of Seid (2010, Jason Morningstar og Matthijs Holter) víkinga-fantasía
  • MYFAROG (2014, Varg Vikernes)
  • Rollespill (2014, Ole Peder Giæver og Matthijs Holter)
  • Insight RPG System (2014, Even V. Røssland) almennar reglur (á ensku, en norskur höfundur)
  • Vandrerne (2015, Øivind Stengrundet) fantasía

Meðal þekktustu spilanna í Svíþjóð eru:

  • Drakar och Demoner fantasíu-spunaspil sett í miðaldaheimi.
  • Kult hryllings-spunaspil sett í nútíma.
  • Mutant
  • Svavelvinter, Fria Ligan 2012

Af hefðbundnum spunaspilum eru helst:

  • Med ild og sværd (1984) fantasíu-spunaspil
  • Viking (1990) sögulegt spunaspil sett í norrænu umhverfi kring um 800
  • LEF: DE SAMLEDE VÆRKER (Levende eventyr og fantasi, 1991, -99 og 2003) fantasíu-spunaspil

Þeir hafa nokkur spennandi spunaspil. Meðal þeirra eru:

  • ANKH (Adventures of the North - Kalevala Heroes, 1988) járnaldar-spunaspil með fantasíu
  • Anno Domini (1995) - bilíu hlutverkaspil/larp um fyrstu kristniboðana
  • Myrskyn aika (2003) fantasíu-spunaspil

Spunaspil komu seinna hingað en til hinna norðurlandanna. En strax 1994 kom fyrsta íslenska spilið og eru nokkur komin síðan.

  • Askur Yggdrasils (bræðurnir Rúnar Þór Þórarinsson og Jón Helgi Þórarinsson, 1994) fantasía með norrænni heimsmynd og goðheimi
  • Fræknir Ferðalangar (Rúnar Þór Þórarinsson, 1997)sett í miðöldum á Íslandi, fyrir börn
  • Ævintýralandið (Rúnar Þór Þórarinsson, Maria Huld Pétursdóttir og Ólafur Stefánsson, 2012) ævintýraþema, fyrir börn

Íslenskir spunaspilarar eru með virka fésbókarsíðu; Roleplayers á Íslandi, með mottóið: Hlutverkaspilarar á Íslandi .... Sameinist!!!