Hlutdeildarskírteini

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hlutdeildarskírteini er hugtak í viðskiptafræði og er haft um þá staðfestingu sem eigandur í verðbréfa- og fjárfestingarsjóði fá þegar sjóðurinn fjárfestir. Á hlutdeildarskírteininu kemur til dæmis fram uppgefin hlutdeild þeirra í fjárfestingunni, en eigendur hlutdeildarskírteina eiga sama rétt til tekna og eigna sjóðsins, eða viðkomandi deildar, í hlutfalli við hlutdeild sína. Meginreglan er sú að hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum eru ætíð innleysanleg að kröfu eiganda. Aftur á móti gera lög ekki ráð fyrir því að hlutdeildarskírteini fjárfestingarsjóða séu ætíð innleysanleg að kröfu eiganda.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.