Hljómsveitin Blágresi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Blágresi er íslensk hljómsveit. Hún er hugarfóstur Einars Más Guðmundssonar og Leifs Björnssonar, en þeir höfðu oft rætt um samstarf, og hófst það loks fyrir alvöru sumarið 2009, í hópinn bættust Daníel Auðunsson og Tinna Marína Jónsdóttir og hljómsveitin Blágresi varð til. Segja mætti að í lögum sveitarinnar sameinist ritsnilli Einars þjóðlaga skotinni tónlistinni, og úr verður nýstárleg þjóðlagatónlist.

Hvað ef himininn brotnar[breyta | breyta frumkóða]

Hvað ef himinninn brotnar er fyrsta breiðskífa Blágresis. Hún var útgefin í febrúar 2012. Einar Már Guðmundsson samdi alla texta á skífunni, og eru þeir ýmist búnir til sérstaklega við lögin, eða unnir uppúr þegar útkomnum ljóðum hans. Tinna Marína fer fyrir sveitinni og syngur en lagasmíðar voru í höndum hljómsveitarmeðlima Blágresi, þeirra Leifs og Daníels. Einnig naut við fulltingis lagahöfundarins og gítarleikarans Konráðs Bartsch. Á skífunni er þó að finna einn gamlan húsgang[hver?] í þjóðlagastíl frá upphafi 20. aldar sem leikinn er við ljóð Einars, en í tónlistinni á skífunni má einmitt greina sterk áhrif þjóðlagahefðar Norður Ameríku.[heimild vantar]