Fara í innihald

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar - Hláturpolki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hláturpolki
Bakhlið
SG - 524
FlytjandiHljómsveit Ásgeirs Sverrissonar
Gefin út1967
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar og Sigríður Magnúsdóttir er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1967. Á henni flytur Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar ásamt söngkonunni Siggu Maggý fjögur lög. Ljósmynd á framhlið, Óli Páll Kristjánsson.

  1. Komdu að dansa - Lag - texti: Hillard - Jón Sigurðsson
  2. Hláturpolki - Lag - texti: Marthall - Númi Þorbergsson
  3. Reyndu aftur - Lag - texti: Jónatan Ólafsson - Númi Þorbergsson
  4. Tóta-polki - Lag - texti: Richardsson - Númi Þorbergsson

Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar hefur leikið fyrir gömlu dönsunum í Þórscafé í nokkur ár við miklar vinsældir. Söngkona hljómsveitarinnar síðustu tvö árin hefur verið Sigga Maggý, eða Sigríður Maggý Magnúsdóttir, eins og hún heitir fullu nafni.

Þá hefur hljómsveitin ár eftir ár verið valin til að leika fyrir gömlu dönsunum í Lækjargötu á þjóðhátíð Reykvíkinga og sennilega hefur hún leikið gömlu dansana hljómsveita oftast í Ríkisútvarpinu. En hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar hefur ekki látið til sin heyra á hljómplötu fyrr en nú, að hún sendir frá sér á einni plötu fjóra polka. Innlend lög og erlend, hvert öðru skemmtilegra. Plötur með gömlu dönsunum hafa verið svo til ófáanlegar hér á landi og vænta SG-hljómplötur þess, að þessi plata verði hin fyrsta af mörgum gömlu dansa plötum, sem hin ágæta hljómsveit Ásgeirs sendir frá sér.