Hljómar - Bara við tvö
Útlit
Bara við tvö | |
---|---|
SG - 528 | |
Flytjandi | Hljómar |
Gefin út | 1968 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Hljóðdæmi | |
hljómar er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1968. Á henni flytja hljómar fjögur lög. Framhlið teiknaði Hilmar Helgason.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Þú varst mín - Lag - texti: Gunnar Þórðarson - Jóhanna Erlingsson
- Bara við tvö - Lag - texti: D.&D. Addrisi - Ómar Ragnarsson
- Vertu ekki hrædd - Lag - texti: Younghusband. Gerrard - Þorsteinn Eggertsson
- Kvöld eftir kvöld - Lag - texti: Gunnar Þórðarson - Þorsteinn Eggertsson
Textabrot af bakhlið plötuumslags
[breyta | breyta frumkóða]Það er ekki of sterkt að orði komist, þó að því sé haldið fram, að engin íslenzk hljómplata hefur vakið aðra eins athygli og tólf laga plata Hljóma, sem kom út í nóvember 1967. Hljóðfæraleikur og söngur á þeirri plötu tók öllu öðru fram, sem heyrzt hafði á íslenzkri hljómplötu. Þetta var þriðja platan, sem Hljómar léku inn fyrir SG-hljómplötur. Hin fyrsta kom út tveimur árum áður, en þá var hinn ágæti söngvari Engilbert Jensen í hljómsveitinni. Á þeirri plötu voru lögin „Bláu augun þín" og „Fyrsti kossinn." Hún seldist algjörlega upp á örfáum mánuðum og var ekki gefin út aftur, þar til nú, að hún hefur verið sett á markaðinn vegna hinna miklu vinsælda Hljóma og mikillar eftirspurnar á eldri plötum þeirra. Þegar næsta plata þeirra kom út á vegum SG-hljómplatna hafði Pétur Östlund tekið sæti Engilberts. Þetta var fjögurra laga plata, en á henni var m. a. lagið „Ertu með," sem náði hvað mestum vinsældum. Hins vegar vöktu hægu lögin á plötunni ekki eins mikla athygli, þó þau væru jafnvel betri.
Þetta er fjórða plata Hljóma fyrir SG-hljómplötur og þó að tólf laga platan hafi tekist vel, þá er þessi jafnvel enn athyglisverðari. Hér bæta Hljómar nokkrum hljóðfæraleikurum við, til að gefa lögunum meiri fyllingu og hinn rétta blæ og varla þarf að taka fram, að hljóðfæraleikur og söngur þeirra sjálfra hefur aldrei verið betri en nú. |
||