Hljóðgap

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hljóðgap (fræðiheiti: hiatus) er orð í hljóðfræði sem haft er um þegar tvö sérhljóð mynda framburðartóm í orði, samanber til dæmis í orðinu herstöðvaandstæðingar. Hljóðgap í íslensku getur líka myndast ef sérhljóði mætir -h + sérhljóða, samanber Miklaholt. Einnig er talað um hljóðgap í braglínu ef endasérhljóð orðs er hið sama og upphafssérhljóð næsta orðs á eftir. Það getur truflað hrynjanda í bundnu ljóði og er þá orðinn hrynbrjótur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.