Fara í innihald

Hleri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hleri er notaður við að halda veiðarfæri opnu svo hægt sé að fá fisk inn í það. Til eru tvær gerðir af hlerum; botnhlerar og flothlerar.

Botnhlerar[breyta | breyta frumkóða]

Botnhlerar eru notaðir til veiða á fiskum sem eru botnlægir og eru algengustu hlerarnir á Íslandsmiðum. Þeir eru þannig úr garði gerðir að þeir eiga að sitja á botninum og haldast sem mest og best við hann, og yfirleitt alltaf eru hlerarnir í botni á meðan verið er að draga trollið, þó ekki alltaf eins og t.d þegar verið er að veiða á miklu dýpi.

Flothlerar[breyta | breyta frumkóða]

Flothlerar eru að sama skapi gerðir til að halda trollinu opnu, en eru aftur á móti þannig gerðir að þeir eiga að svífa um sjóinn og eiga að geta stjórnað því á hvaða dýpi veiðarfæri eru. Þessir hlerar dragast því ekki eftir botninum. Flothlerar eru notaðir við veiðar á uppsjávarfiski, svo sem loðnu og síld.