Tartan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tartan er talið menningarlegt tákn Skotlands

Tartan er köflótt marglitt mynstur sem oftast er ofið í ullardúk og tengist skoskum hefðum. Skotapils eru næstum alltaf úr slíku efni. Bannað var samkvæmt lögum árið 1746 (The Dress Act of 1746) að nota tartan og annars konar klæði sem tengdust gelískri menningu. Þegar lögin voru felld úr gildi árið 1782 þá voru þessi köflóttu ofnu ullarefni ekki venjuleg föt fólks í skosku hálöndunum en urðu í staðinn táknrænn þjóðbúningur Skota.