Fara í innihald

Hlaðbakur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hlaðbakur er gerð af bíl með stóra hurð að aftan sem nær frá þakkanti og niður. Skott hlaðbaks er hluti af farþegarými og hægt er að hreyfa innanstokks muni til að breyta stærð farangursgeymslu á móti farþegarými. Hlaðbakur hefur lokaða yfirbyggingu með þremur lóðréttum stólpum sem bera þakið.

Hlaðbakar geta verið þriggja hurða (þar sem eru tvær farþega hurðir og ein fyrir farangursgeymslu) eða fimm hurða (þar sem eru tvær farþegahurðir og ein fyrir farangursgeymslu). Bíll getur verið gefinn út í mörgum bíla gerðum, eins og með Ford Focus sem var gefin út sem skutbíll (ZXW) og bæði sem þriggja og fimm hurða hlaðbakur (ZX3 og ZX5). Þessar gerðir deila undirvagni og hönnun framan við fremsta lóðrétta stólpann — í vélarými. Hlaðbakar geta haft hillu sem er fjarlægjanleg og lyftist upp með afturlúgunni eða þeir geta haft yfirbreiðslu yfir farangurgeymsluna fyrir aftan aftari röð sætanna.

Munurinn á hlaðbaki og skutbíl

[breyta | breyta frumkóða]
Sniðmynd af fimm dyra hlaðbak, borinn saman við skutbíl af sömu tegund.

Bæði hlaðbakar og skutbílar hafa tvö opin rými, með eitt opið rými fyrir bæði farþega og farangursgeymslu.[1][2] Önnur atriði eru mismuandi:

 • Stólpar — báðar gerðir hafa þrjá stólpa en skutbílar eru líklegri til að hafa fjórða stólpann.
 • Stærð farangurgeymslu — skutbílar hafa stærra farþegarými og farangursgeymslu, með gluggum meðfram farangursgeymslunni. Þak skutbíls (þegar horft er á hann í prófíl) er líklegra til að teygjast til aftasta hluta bílsins, sem gefur farangursgeymslu með fullri hæð.[2] Hlaðbakar hafa meira aflíðandi þak og taka útlit fram yfir stærð, með styttri eða engum gluggum við farangursgeymslu.
 • Sæti — skutbíll hefur tvær eða þrjár raðir raðir af sætum á meðan hlaðbakur hefur eina[1] eða tvær raðir af sætum.

Á heimsvísu

[breyta | breyta frumkóða]
1951 Kaiser-Frazer Vagabond

Meðal fyrstu bíla sem flokkast sem hlaðbakar var Citroën Traction Avant í „Commerciale“ markaðsútgáfu með afturlúgu.[3] Avant kom upprunalega út 1934 með tvískiptri afturlúgu en 1954 var henni skipt út fyrir eina afturlúgu.

Fyrstu hlaðbakar bandaríkjanna voru Vagabond og Traveller frá Kaiser-Fraiser.[4] Þessir tveir bílar komu upprunalega út 1949 með tvískipta afturlúgu og skott sem var hluti af farþegarými.[5] Hönnunin flokkaðist aldrei sem stallbakur eða skutbíll, en með því að pakka sætunum saman myndaðist 2,4 metra langt skott.[6]

1964 Renault 4, fyrsti fjöldaframleiddi hlaðbakurinn.

1961 kom Renault 4 bílinn upprunalega út. Hann var smábíll með afturlúgu og bakglugga. Bílinn hafði stutta hliðarglugga á milli tveggja stólpa hliðina á skotti og bröttu horni frá þaki niður að aftari stuðara. Þótt að Renault 3 hafi verið kallaður lítill skutbíll - jafnvel eftir að hugtakið hlaðbakur birtist fyrst í kringum 1970 - þá seldist hann í átta milljónum eintaka og er fyrsti fjöldaframleiddi hlaðbakurinn. Þrátt fyrir velgengni smærri hlaðbaka eins og Renault 5 hélt Renault 4 áfram í framleiðslu í Evrópu þangað til 1986.

Norður-Ameríka

[breyta | breyta frumkóða]

American Motors Coporation markaðssetti Gremlin árið 1970. Gremlin notaði undirvagn AMC Hornet, en brattur bakendi bílsins minnkaði lengd hans úr 4,5 í 4,1 metra.

1975 kynnti AMC Pacer sem hafði, líkt og evrópskir bílar sömu gerðar og frá sama tíma, hurð að aftan.[7] 1977 bætti AMC við lengri gerð af Pacer með skutbíla hönnun þar sem þeir lýstu aftari hurðinni sem einni af þremur hurðum bílsins.[8] Þessari hönnun var haldið áfram í endurhönnun Concord línunnar 1978[9] og 1979 í sportútgáfu.[10] AMC Spirit kom í stað Gremlin 1979 og hann kom út í tveimur gerðum sem báðar höfðu aftari hurðir.

Einn af fyrstu hlaðbökum Japans var Nissan Fairlady Z frá 1970, Honda Civic frá 1972, Nissan Sunny og Nissan Cherry. Af þessum bílum var Civic og Cherry framhjóladrifnir. Auk þessara innfluttu bíla eru fjölmargir japanskir bílar að hlaðbaks gerð: Nissan Pulsar, Toyota Allex, Toyota Prius, Honda CR-X og Honda Insight.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
 1. 1,0 1,1 Jaza, Reza N. (2008). Vehicle dynamics: theory and applications. Springer-Verlag. blaðsíður 30–31. ISBN 978-0-387-74243-4.
 2. 2,0 2,1 Erjavec, Jack (2005). Automotive Technology: a Systems Approach Volume 2. Thomposon Delmar Learning. blaðsíða 55. ISBN 978-1-4018-4831-6.
 3. Citroen Car Club. "Traction Avant" Geymt 12 mars 2016 í Wayback Machine.
 4. Strohl, Daniel (23 January 2011). "SIA Flashback – 1949 Kaiser Traveler: America’s First Hatchback". Hemmings.
 5. Vance, Bill (27. mars 2001). "Motoring Memories: Motoring Memories: Kaiser Traveler – the first hatchback". Autos.ca.
 6. (17. október 2007). "1949-1953 Kaiser Traveler and Vagabond Geymt 21 ágúst 2014 í Wayback Machine". HowStuffWorks.com.
 7. Wilson, Paul Carroll (1976). Chrome dreams: automobile styling since 1893. Chilton Book. blaðsíða 303. ISBN 9780801963520.
 8. "AMC Pacer Wagon ad". Popular Science 209 (5): 1–2. nóvember 1976.
 9. Ceppos, Rich (October 1977). "AMC for '78 – a V-8 for the Pacer, and now there's Concord". Popular Science 211 (4): 98.
 10. "American Motors". Michigan manufacturer and financial record: 40. 1977.