Hjalti Sigurðsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Bikarmeistari árið 2016
Bikarmeistari árið 2016

Hjalti Sigurðsson (f. 19. september 2000) er íslenskur knattspyrnumaður. Hann hóf feril sinn hjá Knattspyrnufélagi ReykjavíkurKR, sem er íþróttafélag í Vesturbænum í Reykjavík. Hjalti er í unglingalandsliði Íslands undir 17 ára. Hjalti spilar sem hægri bakvörður með landsliðinu en er miðjumaður með KR, sem varð bikarmeistari sumarið 2016 þar sem Hjalti bar fyrirliðabandið allt sumarið.

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Hjalti ólst upp í Vesturbænum og býr í Vesturbænum í dag. Hjalti býr með foreldrum sínum þeim Sigurði (46) og Auði (46). Hjalti á einn bróður sem heitir Viðar og hann er fæddur árið 1996 en hann býr ekki með þeim.

Knattspyrnuferill[breyta | breyta frumkóða]

Hjalti byrjaði að æfa fótbolta með KR árið 2004 með 8. flokki. Hjalti byrjaði fljótlega að skara fram úr öðrum liðsfélögunum sínum. Hann fór fljótlega í A lið og hefur verið í því síðan. Hjalti spilaði á Vestmanneyjamótinu í 6 flokki og hans lið endaði í 3. sæti. Leikurinn upp á 3. sætið var á móti Fram og skoraði Hjalti sigurmarkið í leiknum úr aukaspyrnu frá miðju. Hjalti endaði í 20. sæti bæði árin sín á N1 mótinu sem er haldið af Knattspyrnufélag Akureyrar. í 4. flokki var Hjalti í A-liði á yngra ári og fór það lið á ReyCup sem er haldið í laugardalnum af Þrótti. Þetta lið gekk mjög vel á þessu móti og unnu það. Hjalti var lykilmaður í þessu liði og var fyrirliði liðsins. Sama ár verður þetta sama lið Íslandsmeistari og var Hjalti þá einnig fyrirliði og lyfti leiðtogi liðsins Íslandsmeistaratitlinum á KR vellinum. Árið eftir er Hjalti kominn á eldra árið í 4. flokki og verður KR Reykjarvíkmóts meistari þann veturinn. Hjalti var mjög mikilvægur fyrir lið sitt í þessu móti og byrjaði hann alla leikina í mótinu sem fyrirliði og skoraði hann eitt mark. Á yngra ári í 3. flokki, spilaði Hjalti aðalega með A-liði KR sem lenti í 2 sæti í mótinu með jafn mörg stig og Fram en bara með verri markatölu. Með B-liðinu spilaði Hjalti aðeins 3 leiki og skoraði 1 mark en þeir urðu Reykjavíksmóts meistarar. Sumarið 2015 Verður KR Íslandsmeistari og Hjalti spilaði í 12 leikjum af 14 og skoraði 1 mark. Sumarið 2016 var Hjalti búinn að taka miklum framförum og var lykilmaður í liði KR. KR varð bikarmeistari það tímabillið. Úrslitaleikurinn var spilaður á Alvogen vellinum geng Breiðabliki. Eftir fullan leiktíma var staðan 3-3 og mikilspenna ríkti á vellinum. Leikurinn endaði í vítaspyrnukeppni sem endaði með sigri KR. Eftir leikinn var bikarinum lyft á vellinum og var það fyrirliðinn sjálfur Hjalti sem lyfti bikarnum. KR tapaði í undanúrslitum í Íslandsmótinu gegn Víkingi Reykjavík en leikurinn endaði sannfærandi 3-0. Þetta var gott sumar hja Hjalta og félögum. Hjalti vann Reykjarvíkurmótið með A-liði KR veturinn 2017 sem var fyrsta ár Hjalta í 2. flokki.

Landsliðið[breyta | breyta frumkóða]

Landsliðsmynd af U17
Landsleikur

Hjalti var valinn í U17 ára landslið Íslands og keppti á UEFA mótinu sem var í apríl og mai árið 2016, Ísland unnu riðilinn en önnur lið í riðlinum voru Rússland, Svíþjóð og Finnland. Hjalti byrjaði inn á í öllum leikjunum og spilaði í hægri bakverðastöðunni. Í águst 2016 var Hjalti valinn aftur í hóp U17 ára landsliðsins, þá fór landsliðið í Norðurlandamót sem var haldið í Finnlandi. Hjalti byrjaði inn á í öllum 3 leikjunum og unnu Ísland riðilinn sinn. Svartfjallaland, Svíþjóð og Færeyjar voru með Íslandi í riðli, Aftur í nóvember árið 2016 er valið í hóp fyrir undankeppni EM. Hjalti var valinn í hópinn og var með Páll Hróari í herbergi í Ísrael, þar sem mótið var haldið. Hjalti spilaði í öllum leikjunum en byrjaði í 2 leikjum af 3. Íslandi gekk ekki vel á þessu móti eða enduðu með 0 stig í seinasta sæti.

Þjálfun[breyta | breyta frumkóða]

Hjalti hóf sinn þjálfara feril á að þjálfa unga iðkenndur hjá KR. Hjalti var að þjálfa 7. flokk karla sumarið 2016.