Hjalti Sigurðsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Hjalti Sigurðsson
23456876754436gkjfvjifvvfv.jpg
Upplýsingar
Fullt nafn Hjalti Sigurðsson
Fæðingardagur 19. september 2000 (2000-09-19) (17 ára)
Fæðingarstaður    Reykjavík, Ísland
Hæð 1.80 m
Leikstaða Hægri bakvörður
Núverandi lið
Núverandi lið KR
Númer 2
Yngriflokkaferill
2004-2018 KR
Landsliðsferill
2016
2017
2018-
Ísland U17
Ísland U18
Ísland U19
7(0)
4(0)
0(0)


Hjalti Sigurðsson (f. 19. september 2000) er íslenskur knattspyrnumaður. Hann hóf feril sinn hjá Knattspyrnufélagi ReykjavíkurKR, íþróttafélags í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann þykir einstaklega góður í löngum innköstum, fyrirgjöfum og varnarleik. Hjalti er í unglingalandsliði Íslands undir 19 ára. Hann spilar stöðu hægri bakvarðar með landsliðinu og KR, sem varð bikarmeistari sumarið 2016 þar sem Hjalti bar fyrirliðabandið. Hjalti hefur unnið marga titla með KR.

Fjölskylda og nám[breyta | breyta frumkóða]

Hjalti ólst upp í Vesturbænum og býr þar í dag með foreldrum sínum og bróður. Hann stundar nám í Verzlunarskóla Íslands og er á líffræðibraut þar.

Knattspyrnuferill[breyta | breyta frumkóða]

Ungmennaferill

Hjalti byrjaði að æfa fótbolta með KR árið 2004 með 8. flokki. Hjalti byrjaði fljótlega að skara fram úr öðrum liðsfélögunum sínum. Hann fór fljótlega í A lið og hefur verið í því síðan. Hjalti spilaði á Vestmanneyjamótinu í 6. flokki og hans lið endaði í 3. sæti. Leikurinn upp á 3. sætið var á móti Fram og skoraði Hjalti sigurmarkið í leiknum úr aukaspyrnu frá miðju. Hjalti endaði í 20. sæti bæði árin sín á N1-mótinu sem er haldið af Knattspyrnufélag Akureyrar.

2012-13

Hjalti í leik sumarið 2017
Hjalti í leik sumarið 2017

í 4. flokki var Hjalti í A-liði á yngra ári og fór það lið á ReyCup sem er haldið í laugardalnum af Þrótti. Liðinu gekk mjög vel á þessu móti og vann það. Hjalti var lykilmaður í liðinu og var fyrirliði liðsins. Sama ár varð liðið Íslandsmeistari og var Hjalti þá einnig fyrirliði og lyfti Íslandsmeistaratitlinum á KR-vellinum.

2013-14

Árið 2013 fór Hjalti í 4. flokk og varð KR-Reykjarvíkmóts meistari þann veturinn. Hjalti var mikilvægur fyrir lið sitt í þessu móti og byrjaði hann alla leikina í mótinu sem fyrirliði og skoraði hann eitt mark.

2014-15

Í yngri ári í 3. flokki, spilaði Hjalti aðalega með A-liði KR sem lenti í 2 sæti í Reykjavíkurmótinu með jafn mörg stig og Fram en bara með verri markatölu. Með B-liðinu spilaði Hjalti aðeins 3 leiki og skoraði 1 mark en þeir urðu Reykjavíksmóts meistarar. Sumarið 2015 Varð KR efst í riðlinum sínum en tapaði úrslitaleiknum 2-1 á Alvogenvellinum. Hjalti spilaði í 12 leikjum af 14 og skoraði 1 mark.

2015-16

Hjalti Íslandsmeistari sumarið 2017
Hjalti Íslandsmeistari sumarið 2017

Sumarið 2016 var Hjalti búinn að taka miklum framförum og var lykilmaður í liði KR. KR varð bikarmeistari það tímabilið. Úrslitaleikurinn var spilaður á Alvogen-vellinum geng Breiðabliki. Eftir fullan leiktíma var staðan 3-3 og mikilspenna ríkti á vellinum. Leikurinn endaði í vítaspyrnukeppni sem endaði með sigri KR. KR tapaði í undanúrslitum í Íslandsmótinu gegn Víkingi Reykjavík en leikurinn endaði sannfærandi 3-0. 2016-17

2017-18

Hjalti vann Reykjarvíkurmótið með A-liði KR vorið 2017 sem var fyrsta ár Hjalta í 2. flokki. Í september varð KR Íslandsmeistari á Fjölnisvellinum. Fyrsta árið hjá Hjalta í 2. flokki endaði KR sem tvöfaldur meistari.[1]

Landsliðið[breyta | breyta frumkóða]

Landsliðsmynd af U17
Landsleikur

Hjalti var valinn í U17 ára landslið Íslands og keppti á UEFA mótinu sem var í apríl og maí árið 2016, Ísland vann riðilinn en önnur lið í riðlinum voru Rússland, Svíþjóð og Finnland. Hjalti byrjaði inn á í öllum leikjunum og spilaði í hægri bakvarðarstöðunni.

Águst 2016 var Hjalti valinn aftur í hóp U17 ára landsliðsins, þá fór landsliðið í Norðurlandamót sem var haldið í Finnlandi. Hjalti hóf leik í öllum 3 leikjunum og vann Ísland riðilinn sinn. Svartfjallaland, Svíþjóð og Færeyjar voru með Íslandi í riðli, aftur í nóvember árið 2016 er valið í hóp fyrir undankeppni EM. Hjalti var valinn í hópinn. Mótið var haldið í Ísrael. Hjalti spilaði í öllum leikjunum en byrjaði í 2 leikjum af 3. Íslandi gekk ekki vel á þessu móti og enduðu með 0 stig í seinasta sæti.

Í ágúst 2017 valdi Þorvaldur Örlygsson U18 ára landsliðshóp fyrir æfingamót í Tékklandi. Hjalti var valinn í hóp ásamt 20 aðra leikmanna. Ísland spilaði gegn 4 liðum á þessu móti á 7 dögum. Fyrsti leikur Íslands var á móti Tékklandi, Hjalti kom þar inn á í hægri bakvarðarstöðunni í hálfleik. Leikurinn endaði með 3-0 tapi Íslands. Hinir 3 leikirnir voru á móti Slóveníu, Úkraníu og Bandaríkjunum og spilaði Hjalti 90 mínútur í öllum leikjunum sem hægri bakvörður. Leikirnir enduðu 3-0, 1-1 (Ísland vann í vítaspyrnukeppni), 0-4 tap.[2]

Þjálfun[breyta | breyta frumkóða]

Hjalti hóf sinn þjálfaraferil á að þjálfa unga iðkendur hjá KR. Hjalti þjálfaði 7. flokk karla sumarið 2016.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://www.ksi.is/mot/motalisti/felagsmadur/felagsmadur?pLeikmadurNr=211596&pListi=7&dFra-dd=16&dFra-mm=02&dFra-yy=2000&dTil-dd=18&dTil-mm=03&dTil-yy=2018
  2. http://www.ksi.is/mot/motalisti/felagsmadur/?pLeikmadurNr=211596&pListi=4