Hjalti Rúnar Jónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hjalti Rúnar Jónsson (3. júní 1990) er íslenskur leikari. Hann hóf feril sinn á því að leika í kvikmyndinni Perlur og svín en varð þó ekki þekktur fyrr en eftir að hafa farið með aðalhlutverkið í Ikíngut.

Hjalti Rúnar ólst upp á Laugum þar sem hann sigraði Tónkvíslina árið 2008 á sínum framhaldsskóla árum. Síðan þá hefur hann aðallega starfað við leikhús. Meðal annars í Óvitum, Lilju, Rocky Horror, Hárinu og fleiru hjá Leikfélagi Akureyrar, Date hjá Silfurtunglinu og síðast en ekki síst fjöldanum öllum af skólaleikritum hjá Framhaldsskólanum á Laugum.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.