Fara í innihald

Hjólreiðahjálmur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nútíma hjólreiðahjálmur

Hjólreiðahjálmur er gerð hjálms sem ætlaðir eru til notkunar á reiðhjóli. Önnur orð notuð um sama hlut eru hjólahjálmur og reiðhjólahjálmur.

Hönnun[breyta | breyta frumkóða]

Hjólreiðahjálmar voru búnir til með það að markmiði að minnka líkur á höfuðmeiðslum við fall af reiðhjóli. Hjálmarnir eru prófaðir með því að láta þá falla úr tveggja metra hæð (að hámarki) með líkön af höfðum inní. Hraðabreytingin er mæld. Árekstrar bifreiða við hjólreiðamenn geta hæglega komið af stað miklu meiri skelli en sem nemur falli úr tveggja metra hæð.

Umræða og lögleiðing[breyta | breyta frumkóða]

Mikill umræða um gagnsemi þess að skylda hjólreiðamenn til þess að nota hjálm hefur verið síðan um 1990, bæði á meðal leikmanna, hjólreiðasamtaka, heilbrigðisstarfsmanna og vísindamanna. Það má segja að sannfærandi rök séu til bæði með og á móti hjálmaskyldu sem koma frá öllum þessum hópum.

Reynsla af lögleiðingu hjálmaskyldu í Ástralíu, Nýja Sjálandi og viðar, gefa mikilvægar vísbendingar um gagnsemina. Andstæðingar hjálmaskyldu telja sér hafa sterk rök þar. Fylgjendur hjálmaskyldu benda á skýrslur frá m.a. Ástralíu, sem segja að hjálmaskyldan hafi fækkað höfuðmeiðslum. Andstæðingar benda á að fjöldi hjólreiðamanna fækkuðu á sama tímabíli, líklega að miklu leyti vegna hjálmaskyldunnar, og hefur gleymst að taka tilli til þessa í útreikningunum fylgjenda hjálmaskyldu. Ennfremur fækkuðu höfuðmeiðslum gangandi vegfarenda líka. Í þriðja stað segja efasemdamenn að engin tenging við tímasetningu hjálmskyldu sé sjáanleg á línuritum sem sýna þróun höfuðmeiðsla á hjólreiðamönnum yfir fjölda ára fyrir og eftir lögleiðingu reiðhjólahjálma.

Styrkurinn í málflutningi fylgjenda hjálmaskyldu byggir á fjölda vísindagreina um athuganir á litlum, mjög ólíkum hópum af hjólreiðamönnum sem hafa sjálfir kosið að nota hjálma. Frægasta skýrslan, eftir Thompson, Rivara og Thompson (1989) hefur verið harkalega gagnrýnd fyrir galla í aðferðafræði, en Alþjóða heilbrigðisstofnunin (World Health Organisation - WHO) og aðrir treysta á hana og sambærilegar skýrslur.

Lög um skyldunotkun á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt lög nr. 44 7. maí 1993 um breytingu á umferðarlögum (1987 nr. 50, 30. mars), getur ráðherra "sett reglur um notkun hlífðarhjálms við hjólreiðar" (72. grein umfðerðarlaga). Gildandi reglur frá 1999 segir að börn yngri en 15 ára eiga að nota hlífðarhjálm vð hjólreiðar, nema ef læknisvottorð um undanþágu liggi fyrir.

Snemma á árinu 2005 lagði Samband Íslenskra tryggingafélaga fram tillögu um að skylda alla til að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar. Tillagan var rætt í umferðarráði og send til umsagnar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]