Fara í innihald

Hitaveita Dalvíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hitaveita Dalvíkur nýtir jarðhita til dreifingar út tveimur jarðhitakerfum, við Hamar í Svarfaðardal og við Brimnesborgir á Árskógsströnd.

Jarðhitakerfið við Hamar hefur verið nýtt til húshitunar á Dalvík frá 1969. Þar var lítil volgra, 39,5°C heit og var borholunni valinn staður við hana. Síðan hafa verið boraðar allmargar holur á Hamri og hefu svæðið dugað Dalvík vel um áratuga skeið. Vatnið sem fæst er um 64 gráðu heitt. Jarðhitakerfið við Brimnesborgir var virkjað 1998. Engin ummerki voru um þennan jarðhita á yfirborði en hann fannst með jarðeðlisfræðum rannsóknum. Í upphafi var vatninu frá Brimnesborgum veitt til byggðakjarnanna þriggja á Árskógsströnd: Árskógssands, Hauganes og þjónustu- og iðnaðarsvæðisins við Árskóga. Síðar var veitan tengd við Hitaveitu Dalvíkur og vatni veitt til kaupstaðarins. Frá því í desember 2007 hefur vatni frá Brimnesborgum jafnframt verið veitt inn í Svarfaðardal. Vatnið á Brimnesborgum er um 75 gráðu heitt.