Hitaveita Dalvíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hitaveita Dalvíkur nýtir jarðhita til dreifingar út tveimur jarðhitakerfum, við Hamar í Svarfaðardal og við Brimnesborgir á Árskógsströnd.

Jarðhitakerfið við Hamar hefur verið nýtt til húshitunar á Dalvík frá 1969. Þar var lítil volgra og var borholunni valinn staður við hana. Vatnið sem fékkst er um 64 gráðu heitt. Jarðhitakerfið við Brimnesborgir var virkjað 1998. Engin ummerki voru um þennan jarðhita á yfirborði en hann fannst með jarðeðlisfræðum rannsóknum. Í upphafi var vatninu frá Brimnesborgum veitt til byggðakjarnanna þriggja á Árskógsströnd: Árskógssands, Hauganes og þjónustu- og iðnaðarsvæðisins við Árskóga. Síðar var veitan tengd við Hitaveitu Dalvíkur og vatni veitt til kaupstaðarins. Frá því í desember 2007 hefur vatni frá Brimnesborgum jafnframt verið veitt inn í Svarfaðardal. Vatnið á Brimnesborgum er um 75 gráðu heitt.