Hitastigull

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hitastigull er mælikvarði á hitaaukningu, með fjarlægð. Hitastigull jarðar er hitaukning með dýpi frá yfirborði, ýmist mældur í gráðum á selsíus á metra °C/m (eða °C/km) eða í kelvin á metra K/m. [1] Ef hiti fellur með fjarlægð er frekar talað um hitafallanda. Stærðfræðilega má túlka hitastigul/-fallanda, sem bratta ferils hitans, sem fall af fjarlægð.

Utan flekamarka er hitastigullinn um 25°C á hvern kílómetra á flestum svæðum jarðar. Yfirleitt er miðað við jörðina þegar talað er um hitastigul en hugtakið má einnig yfirfæra á aðrar reikistjörnur. Innri hiti jarðar stafar af þeim hita sem eftir stendur frá því að jörðin fyrst myndaðist (um 20%) og hitanum sem myndast við orkuna sem losnar úr læðingi við klofnun geislavirkra samsætna (um 80%). Helstu geislavirku samsætur í jörðinni eru kalíum-40, úran-238, úran-235 og þóríum-232. Við miðju jarðar er hitastigið um 7000 K og þrýstingurinn um 360 GPa. Þar sem að mestur hiti stafar af niðurbroti geislavirkra samsætna, telja vísindamenn að snemma í sögu jarðar, áður en samsætur með stuttan helmingunartíma brotnuðu allar niður, hafi hitamyndun í jörðinni verið mun meiri. Hitamyndun í jörðinni var tvöföld á við það sem nú er fyrir um 3 milljörðum ára, sem þýðir að hitastigull jarðar var mun hærri. Iðustreymi og flekahreyfingar hafa auk þess verið mun meiri sem sést á því að storkuberg eins og kómatít myndaðist en það myndast ekki lengur á jörðinni.

Tengist[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sótt 12. apríl 2009 á ebonline.com
  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.