Fara í innihald

Alkul

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Alkul er lægsti mögulegi hiti samkvæmt kvikfræði klassískrar eðlisfræði. Kelvinkvarðinn notar alkul sem núllpunkt. Á Selsíuskvarðanum er alkul við -273,15 °C , -459,67° á Fahrenheitkvarðanum og við 0 Kelvin.

Við alkul er hreyfing frum- og sameinda í lágmarki, en samkvæmt óvissulögmáli Heisenbergs er aðeins mögulegt að segja til um staðsetningu eindar með líkindadreifingu og því ekki hægt að fullyrða að hraðinn verði núll. Samkvæmt 3. lögmáli varmafræðinnar er þó í reynd ekki mögulegt að ná alkuli.

  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.