Háttvísir broddborgarar
Háttvísir broddborgarar | |
---|---|
Le charme discret de la bourgeoisie | |
Leikstjóri | Luis Buñuel |
Handritshöfundur | Luis Buñuel Jean-Claude Carrière |
Framleiðandi | Serge Silberman |
Leikarar | Fernando Rey Paul Frankeur Delphine Seyrig |
Frumsýning | 15. september, 1972 22. október, 1972 |
Lengd | 102 mín. |
Tungumál | franska, spænska |
Háttvísir broddborgarar (franska: Le charme discret de la bourgeoisie) er frönsk kvikmynd frá 1972 eftir spænska leikstjórann Luis Buñuel. Myndin er gerð í súrrealískum stíl og er söguþráðurinn gjarnan túlkaður sem árás á smáborgaralegan lifnaðarhátt. Myndin hlaut Óskarsverðlaun sem besta erlenda kvikmyndin.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Myndin segir frá vinahópi sem samanstendur af tveimur pörum og einstæðum manni. Við fyrstu sýn virðist sem að um sé að ræða ofurvenjulegt miðstéttarfólk í Frakklandi. Við upphaf myndarinnar eru Thévenot-hjónin ásamt Don Rafael Acosta, sendiherra hins ímyndaða Latnesk Ameríska lands Lýðveldisins Miranda, á leið til Sénéchal-hjónanna í kvöldmatarboð. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema hvað þegar til Sénéchal-hjónanna er komið kemur á daginn að Alice er ein heima og átti ekki von á gestum. Það hefur því orðið misskilningur því hún átti von á gestunum annað kvöld. Don Rafael þvertekur hins vegar fyrir það því hann sjálfur var búinn að gera ráðstafanir fyrir það kvöld. Afgangur myndarinnar fjallar svo um tilraunir þessa fólks til þess að hittast og snæða saman sem ávallt misheppnast.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Umfjöllun á heimasíðu Rotten Tomatoes
- Umfjöllun eftir bandaríska kvikmyndagagnrýnandann Roger Ebert Geymt 5 febrúar 2013 í Wayback Machine, frá 2000