Himnuskóf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Himnuskóf

Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Peltigerales
Ætt: Peltigeraceae
Ættkvísl: Peltigera
Tegund:
P. membranacea

Tvínefni
Peltigera membranacea
(Ach.) Nyl.

Himnuskóf (fræðiheiti: Peltigera membranacea) er flétta sem algeng er um land allt. Hún vex í skógabotnum, lyngmóum og graslendi og er grá eða grábrún að lit. Lengi vel var himnuskóf ekki aðgreind frá engjaskóf (P. canina) enda nákyld henni og lík í útliti. Himnuskófin er þó gjarnan stærri og breiðari heldur en engjaskófin, en þalið er um 300 – 500 µm á þykkt. Þó að oft sé auðvelt að greina í sundur P. canina og P. membranacea þá getur það verið erfitt, einkum ef sýnin eru þurrkuð þanig að hin augljósu einkenni séu ekki eins greinileg[1][2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Flóra Íslands www.floraislands.is
  2. Stenroos, S. (1994). ACTA BOTANICA FENNICA 152. Í O. vitikainen, Taxonomic revision of Peltigera (lichenized Ascomycotina) in Europe. Helsinki: Vammalan Kirjapaino.
Wikilífverur eru með efni sem tengist